Góð aðsókn á haustfundi
21.10.2013
Góð aðsókn hefur verið á haustfundi Landssambands kúabænda það sem af er. Um tvö hundruð manns mættu á fundina sem haldnir voru í sl. viku. Tækifæri til aukningar mjólkurframleiðslu hafa verið bændum efst í huga og hvaða úrræði séu til að nýta þau. Þá hefur staða kvótakerfisins talsvert verið rædd og líkleg þróun á verði greiðslumarks. Þá hefur kynbótastarfið og staða kúastofnsins einnig talsvert borið á góma.
Fundirnir halda áfram í dag í Vopnafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki og Blönduósi. Á morgun verða fundir í Húnaþingi vestra, Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum. Fundaferðinni lýkur á miðvikudaginn með fundum undir Eyjafjöllum og á Ísafirði.
![]() |
Haustfundur LK í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Egill Sigurðsson, formaður Auðhumlu svf. og stofnfélagi LK í ræðustól |