
G-mjólkin vinsæl í Afríku
07.09.2016
Í mörgum af löndunum suður af Sahara hefur salan á G-mjólk vaxið gríðarlega mikið síðustu ár og á einungis tveimur árum, frá 2013 til 2015 jókst salan t.d. um 22%. Þetta kemur m.a. fram í greiningu fyrirtækisins Proteus á markaðinum í Afríku, sem af mörgum er talinn sá markaður sem eigi eftir að vaxa mest á komandi árum.
Proteus, sem er greiningarfyrirtæki, kannaði markaðsaðstæður í 30 af hinum 54 löndum Afríku og kom í ljós að G-mjólk er mjög vinsæl í flestum löndum og notuð almennt til drykkjar. Í Afríku, öfugt við Asíu, er hefð fyrir mjólkurdrykkju og skýrir það af hverju markaðsfyrirtækjum gengur mun auðveldar að ná árangri í Afríku en í Asíu. Sé litið nánar á það hvernig standi á því að söluaukning hefur orðið er það mat Proteus að skýringin felist m.a. í lægra olíuverði, en það hefur aftur haft áhrif á lægri umbúðakostnað mjólkur og þar með á mjólkurverðið sjálft/SS.