Beint í efni

Global Dairy Trade: Litlar verðbreytingar

19.09.2012

Litlar verðbreytingar urðu á uppboði Global Dairy Trade sem fram fór í gær. Að jafnaði hækkaði verðið um 2,4% en mikill munur var milli einstakra vörutegunda. Þannig hækkaði verð á undanrennudufti um 4,7% á meðan verð á smjörolíu lækkaði um 9,8%. Alls voru seld 57.400 tonn af afurðum og meðalverðið var 3.249 $ fyrir tonnið. Nánari niðurstöður má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Uppboðsmarkaður þessi er nú orðið notaður sem almenn viðmiðun um stöðu á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða.

 

Niðurstöður á uppboði Global Dairy Trade 18. september 2012