Global Dairy Trade: 7,8% hækkun á heimsmarkaðsverði
17.08.2012
Á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í fyrradag, hækkaði verð á mjólkurafurðum að jafnaði um 7,8%. Þetta er mesta hækkun sem orðið hefur síðan í júní og er verðið nú komið á svipað ról og það var í apríl sl. Verðið er þó enn fremur lágt sé mið tekið af undanförnum misserum. Hækkunin er rakin til þess ástands sem er á kornmörkuðum veraldarinnar, en hækkandi verð á korni gæti auðveldlega haft áhrif á framboð mjólkurafurða á heimsmarkaði á komandi mánuðum.
Verð á smjörolíu (Anhydrous Milk Fat) hækkaði um 14%, undanrennuduft um 7,3% (framvirkir samningar með afhendingu í september n.k. þó enn meira, 12,3%) og nýmjólkurduft um 7%. Alls skiptu 43 þús. tonn af mjólkurafurðum um eigendur á uppboðinu sl. miðvikudag./BHB