Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Global Dairy Trade: 7,8% hækkun á heimsmarkaðsverði

17.08.2012

Á uppboði Global Dairy Trade, sem haldið var í fyrradag, hækkaði verð á mjólkurafurðum að jafnaði um 7,8%. Þetta er mesta hækkun sem orðið hefur síðan í júní og er verðið nú komið á svipað ról og það var í apríl sl. Verðið er þó enn fremur lágt sé mið tekið af undanförnum misserum. Hækkunin er rakin til þess ástands sem er á kornmörkuðum veraldarinnar, en hækkandi verð á korni gæti auðveldlega haft áhrif á framboð mjólkurafurða á heimsmarkaði á komandi mánuðum.

Verð á smjörolíu (Anhydrous Milk Fat) hækkaði um 14%, undanrennuduft um 7,3% (framvirkir samningar með afhendingu í september n.k. þó enn meira, 12,3%) og nýmjólkurduft um 7%. Alls skiptu 43 þús. tonn af mjólkurafurðum um eigendur á uppboðinu sl. miðvikudag./BHB