Beint í efni

Glanbia á Írlandi með áhugavert lán

22.04.2016

Írska afurðafélagið Glanbia, sem er samvinnufélag þarlendra kúabænda, er nú byrjað að lána félagsmönnum sínum fyrir framkvæmdum en um einkar áhugaverða fjármögnunarleið er að ræða. Félagið gerir þetta m.a. í samstarfi við hollenska landbúnaðarbankann Rabobank. Lánið kallast á ensku „MilkFlex“ sem þýða mætti sem „sveigjanleg mjólk“ en hugmyndin á bak við lánið er að endurgreiðsla þess sé fasttengd við afurðastöðvaverð Glanbia. Sé verðið t.d. lágt á þeirra mælikvarða , 39 krónur á kíló mjólkur, dragast endurgreiðslurnar saman og fari afurðastöðvaverðið undir 36,5 krónur/kg. þá stöðvast með öllu endurgreiðslur bændanna.

 

Alls geta kúabændurnir fengið frá 3 milljónum íslenskra króna og allt að 42 milljónum íslenskra króna að láni á vöxtum sem verða 3,75% hærri en almennir seðlabankavextir Evrópusambandsins sem eru sem stendur 0%/SS.