Beint í efni

Glæsilegir matvælafulltrúar fyrir Íslands hönd

16.12.2021

Nú er ljóst hverjir verða matvælafulltrúar Íslands á norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin verður í Osló í mars á næsta ári. Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar voru valin af dómnefnd til þátttöku.

Sex norræn Bændasamtök, þar á meðal Bændasamtök Íslands, standa að baki norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin er annaðhvert ár og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins. Embluverðlaunin fara fram í mars á næsta ári í Osló og er nú ljóst hverjir hafa verið tilnefndir í flokkunum sjö fyrir Íslands hönd.

Eft­ir­far­andi eru til­nefnd­ir fyr­ir hönd Íslands:

Nor­rænn matar­frum­kvöðull – Pét­ur Pét­urs­son – Jökla rjómalí­kjör

Pét­ur Pét­urs­son mjólk­ur­fræðing­ur er aðdá­andi ís­lenska kúa­kyns­ins og afurða þeirra. Hann ákvað fyr­ir 14 árum síðan að búa til sér­ís­lensk­an rjómalí­kjör. Fyrsta fram­leiðsla og sala var í maí 2021. Stofnað var fyr­ir­tækið Jökla­vin sem er i eigu Pét­urs og konu hans Sig­ríði Sig­urðardótt­ur viðskipta­fræðings. Jökla, fyrsti ís­lenski mjólk­ur­lí­kjör­inn, hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur neyt­anda bæði á Íslandi og er­lend­is vegna hins sér­stæða ferska bragðs og eft­ir­bragðs. Jökla fæst í öll­um versl­un­um vín­búðum og Frí­höfn­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Stefnt er að koma Jöklu á markað á norður­lönd­un­um inn­an skamms og eru framtíðar­horf­ur bjart­ar.

Nor­rænn mat­ur fyr­ir börn og ung­menni – Mat­ar­tím­inn

Mat­ar­tím­inn var stofnaður árið 2017 und­ir merkj­um Sölu­fé­lags garðyrkju­manna og er því al­farið í eigu græn­met­is­bænda. Starfið er margþætt en í grunn­inn má skipta mark­miðum Mat­ar­tím­ans í tvennt. Ann­ars veg­ar er unnið að því að draga úr mat­ar­sóun með full­nýt­ingu upp­sker­unn­ar frá ís­lensk­um græn­met­is­bænd­um. Hins veg­ar hef­ur Mat­ar­tím­inn unnið að því að bæta aðgengi ís­lenskra skóla­barna að ferskri og hollri nær­ingu. Í dag þjón­ar Mat­ar­tím­inn að jafnaði 4.500 börn­um hvern dag í leik­skól­um og grunn­skól­um og leggja áherslu á að sinna þörf­um allra af alúð.

Nor­rænn mataráfangastaður - Vest­manna­eyj­ar

Vest­manna­eyj­ar hafa alltaf verið mat­arkista og stærsti iðnaður eyj­anna í kring­um fisk. Með breytt­um áhersl­um í sveit­ar­fé­lag­inu er ann­ar iðnaður bú­inn að vera ryðja sér til rúms á und­an­förn­um árum og það er ferðamannaiðnaður­inn. Með bætt­um ferðamanna­straumi þá hef­ur opn­ast tæki­færi að opna enn betri veit­ingastaði en áður því fleiri eru viðskipta­vin­irn­ir sem kunna sér­stak­lega að meta staðbundna mat­reiðslu. Á síðustu árum hef­ur metnaðarfullt fólk úr mat­væla­geir­an­um opnað veit­ingastaði í Vest­manna­eyj­um sem marg­ir myndu flokka á heims­mæli­kv­arða. Sérstaða flestra staða er aðgang­ur­inn að hágæða hrá­efni sem er und­ir­búið með mik­illi virðingu.

Nor­rænn mat­ur fyr­ir marga – Dom­in­ique Plé­del Jóns­son

Dom­in­ique Plé­del Jóns­son er fædd í Frakklandi og flutti til Íslands árið 1970. Hún er land­fræðing­ur að mennt og bjó í 10 ár í Dan­mörku og Nor­egi. Síðastliðin 18 ár hef­ur hún rekið eig­in vín­skóla fyr­ir fag­fólk og leik­menn með alþjóðlega vott­un, þar sem hún fylg­ir að mörgu leyti hug­mynda­fræði Slow Food um líf­ræn og nátt­úr­leg vín. Frá ár­inu 2008 hef­ur Dom­in­ique verið formaður Slow Food Reykja­vík og frá 2019 fyr­ir Slow Food á Norður­lönd­un­um. Hún hef­ur verið virk­ur meðlim­ur í Slow Food frá ár­inu 1996 og var stofn­andi fé­lags­ins hér á landi. Dom­in­ique hef­ur alla tíð verið óþrjót­andi að kynna og fræða um svæðis­bund­in hrá­efni og smáfram­leiðend­ur. Hún hef­ur ferðast um Ísland í mörg ár til að opna á sam­talið við kokka, bænd­ur, fram­leiðend­ur, skóla­stjórn­end­ur um mögu­leik­ana og þá nauðsyn að þróa svæðis­bundna rétti og til að sýna fram á hag­kvæmni og ástæðunni fyr­ir því að fram­leiða góðan, hrein­an og sann­gjarn­an mat á Íslandi.

Nor­rænn mat­væla­fram­leiðandi – Nordic Wasa­bi

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Jurt, sem Joh­an Sindri Han­sen og Ragn­ar Atli Tóm­as­son, stofnuðu, settu sína fyrstu vöru á markað, Nordic wasa­bi, eða ferskt ís­lenskt wasa­bi, fyr­ir fjór­um árum sem er hreint wasa­bi og ræktað á sjálf­bær­an hátt í há­tækni­gróður­húsi á Eg­ils­stöðum þar sem jarðhiti og raf­magn eru nýtt til fram­leiðslunn­ar. Í dag reka Ragn­ar og Óli Hall, sölu- og markaðsstjóri Jurt­ar, fyr­ir­tækið. Jurt starfar sam­kvæmt Nordic Food Mani­festo, þar sem áhersl­an er lögð á hrein­leika, fersk­leika og ein­fald­leika eða sjálf­bæra fram­leiðslu frá upp­hafi til enda. Ferskt wasa­bi er unnið úr stilk wasa­bi-plönt­unn­ar og er 100% hrein afurð án allra auka­efna.

Nor­rænn mat­vælamiðlari – Gunn­ar Karl Gísla­son – DILL

Gunn­ar Karl Gísla­son, eig­andi veit­ingastaðar­ins DILL, sem hef­ur hlotið Michel­in-stjörnu, er óþrjót­andi að vinna með ís­lenskt hrá­efni. Árið 2009 opnaði hann sinn eig­in veit­ingastað, DILL, í Nor­ræna hús­inu í Reykja­vík. Draum­ur hans var að opna stað þar sem nor­ræna eld­húsið myndi blómstra og var mark­mið hans að kom­ast yfir allt það nor­ræna hrá­efni sem hann gæti. Síðar togaði ís­lenskt hrá­efni sterk­ar og sterk­ar í hann. Svæðis­bund­in mat­væli eru alltaf í for­grunni og er DILL einn af þekkt­ustu veit­inga­stöðum lands­ins, með eina Michel­in-stjörnu og hef­ur fengið viður­kenn­ing­una Besti veit­ingastaður á Íslandi af White Gui­de Nordic. Þar að auki hef­ur Gunn­ar gefið út sína eig­in mat­reiðslu­bók, North: The New Nort­hern Cuis­ine of Ice­land þar sem hann fer yfir ís­lenskt hrá­efni, fram­leiðend­ur, villt­ar plönt­ur og hefðir í ís­lenskri mat­ar­gerð.

Nor­rænn mat­væla­listamaður – Brún­astaðir osta­gerð

Hjón­in og bænd­urn­ir Jó­hann­es H. Rík­h­arðsson og Stef­an­ía Hjör­dís Leifs­dótt­ir búa á Brúna­stöðum í Fljót­un­um með fjór­um börn­um sín­um. Þegar þau fluttu að Brúna­stöðum árið 2000 urðu þau að finna tæki­færi til að skapa sér störf í heima­byggð og úr varð að þau fóru að gera til­raun­ir með geitamjólk sem síðan vatt upp á sig. Þau fengu Guðna Hann­es, osta­gerðarmann í lið með sér og árið 2020 komu fyrstu vör­urn­ar á markað og selja þau nú nokkr­ar teg­und­ir af geita­osti. Þar að auki gera þau einnig sauðaost en í mun minna magni. Geiturn­ar ganga laus­ar í fjöll­un­um fyr­ir ofan bæ­inn á sumr­in og éta jurtirn­ar sem þeim lík­ar best. Þetta skil­ar sér í bragði geitamjólk­ur­inn­ar sem er rík af fitu og próteini. Þar að auki éta geiturn­ar notað hveiti og bygg sem fell­ur til í ná­lægu brugg­húsi sem hef­ur einnig áhrif á gæði mjólk­ur­inn­ar. Á þenn­an hátt má segja að hringrás­ar­hag­kerfið krist­all­ist og leggja bænd­urn­ir sig í líma við að koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun.

Sjá nánar um verðlaunin og allar tilnefningar á Norðurlöndunum á síðunni emblafoodaward.com