Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Glæsilegir matvælafulltrúar fyrir Íslands hönd

16.12.2021

Nú er ljóst hverjir verða matvælafulltrúar Íslands á norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin verður í Osló í mars á næsta ári. Jökla, Nordic Wasabi, Gunnar Karl Gíslason, Brúnastaðir ostagerð, Matartíminn, Dominique Plédel Jónsson og Vestmannaeyjar voru valin af dómnefnd til þátttöku.

Sex norræn Bændasamtök, þar á meðal Bændasamtök Íslands, standa að baki norrænu matvælaverðlaununum Emblunni, sem haldin er annaðhvert ár og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Markmiðið er að lyfta norrænni matarmenningu og skapa aukinn áhuga á henni utan svæðisins. Embluverðlaunin fara fram í mars á næsta ári í Osló og er nú ljóst hverjir hafa verið tilnefndir í flokkunum sjö fyrir Íslands hönd.

Eft­ir­far­andi eru til­nefnd­ir fyr­ir hönd Íslands:

Nor­rænn matar­frum­kvöðull – Pét­ur Pét­urs­son – Jökla rjómalí­kjör

Pét­ur Pét­urs­son mjólk­ur­fræðing­ur er aðdá­andi ís­lenska kúa­kyns­ins og afurða þeirra. Hann ákvað fyr­ir 14 árum síðan að búa til sér­ís­lensk­an rjómalí­kjör. Fyrsta fram­leiðsla og sala var í maí 2021. Stofnað var fyr­ir­tækið Jökla­vin sem er i eigu Pét­urs og konu hans Sig­ríði Sig­urðardótt­ur viðskipta­fræðings. Jökla, fyrsti ís­lenski mjólk­ur­lí­kjör­inn, hef­ur fengið frá­bær­ar viðtök­ur neyt­anda bæði á Íslandi og er­lend­is vegna hins sér­stæða ferska bragðs og eft­ir­bragðs. Jökla fæst í öll­um versl­un­um vín­búðum og Frí­höfn­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli. Stefnt er að koma Jöklu á markað á norður­lönd­un­um inn­an skamms og eru framtíðar­horf­ur bjart­ar.

Nor­rænn mat­ur fyr­ir börn og ung­menni – Mat­ar­tím­inn

Mat­ar­tím­inn var stofnaður árið 2017 und­ir merkj­um Sölu­fé­lags garðyrkju­manna og er því al­farið í eigu græn­met­is­bænda. Starfið er margþætt en í grunn­inn má skipta mark­miðum Mat­ar­tím­ans í tvennt. Ann­ars veg­ar er unnið að því að draga úr mat­ar­sóun með full­nýt­ingu upp­sker­unn­ar frá ís­lensk­um græn­met­is­bænd­um. Hins veg­ar hef­ur Mat­ar­tím­inn unnið að því að bæta aðgengi ís­lenskra skóla­barna að ferskri og hollri nær­ingu. Í dag þjón­ar Mat­ar­tím­inn að jafnaði 4.500 börn­um hvern dag í leik­skól­um og grunn­skól­um og leggja áherslu á að sinna þörf­um allra af alúð.

Nor­rænn mataráfangastaður - Vest­manna­eyj­ar

Vest­manna­eyj­ar hafa alltaf verið mat­arkista og stærsti iðnaður eyj­anna í kring­um fisk. Með breytt­um áhersl­um í sveit­ar­fé­lag­inu er ann­ar iðnaður bú­inn að vera ryðja sér til rúms á und­an­förn­um árum og það er ferðamannaiðnaður­inn. Með bætt­um ferðamanna­straumi þá hef­ur opn­ast tæki­færi að opna enn betri veit­ingastaði en áður því fleiri eru viðskipta­vin­irn­ir sem kunna sér­stak­lega að meta staðbundna mat­reiðslu. Á síðustu árum hef­ur metnaðarfullt fólk úr mat­væla­geir­an­um opnað veit­ingastaði í Vest­manna­eyj­um sem marg­ir myndu flokka á heims­mæli­kv­arða. Sérstaða flestra staða er aðgang­ur­inn að hágæða hrá­efni sem er und­ir­búið með mik­illi virðingu.

Nor­rænn mat­ur fyr­ir marga – Dom­in­ique Plé­del Jóns­son

Dom­in­ique Plé­del Jóns­son er fædd í Frakklandi og flutti til Íslands árið 1970. Hún er land­fræðing­ur að mennt og bjó í 10 ár í Dan­mörku og Nor­egi. Síðastliðin 18 ár hef­ur hún rekið eig­in vín­skóla fyr­ir fag­fólk og leik­menn með alþjóðlega vott­un, þar sem hún fylg­ir að mörgu leyti hug­mynda­fræði Slow Food um líf­ræn og nátt­úr­leg vín. Frá ár­inu 2008 hef­ur Dom­in­ique verið formaður Slow Food Reykja­vík og frá 2019 fyr­ir Slow Food á Norður­lönd­un­um. Hún hef­ur verið virk­ur meðlim­ur í Slow Food frá ár­inu 1996 og var stofn­andi fé­lags­ins hér á landi. Dom­in­ique hef­ur alla tíð verið óþrjót­andi að kynna og fræða um svæðis­bund­in hrá­efni og smáfram­leiðend­ur. Hún hef­ur ferðast um Ísland í mörg ár til að opna á sam­talið við kokka, bænd­ur, fram­leiðend­ur, skóla­stjórn­end­ur um mögu­leik­ana og þá nauðsyn að þróa svæðis­bundna rétti og til að sýna fram á hag­kvæmni og ástæðunni fyr­ir því að fram­leiða góðan, hrein­an og sann­gjarn­an mat á Íslandi.

Nor­rænn mat­væla­fram­leiðandi – Nordic Wasa­bi

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Jurt, sem Joh­an Sindri Han­sen og Ragn­ar Atli Tóm­as­son, stofnuðu, settu sína fyrstu vöru á markað, Nordic wasa­bi, eða ferskt ís­lenskt wasa­bi, fyr­ir fjór­um árum sem er hreint wasa­bi og ræktað á sjálf­bær­an hátt í há­tækni­gróður­húsi á Eg­ils­stöðum þar sem jarðhiti og raf­magn eru nýtt til fram­leiðslunn­ar. Í dag reka Ragn­ar og Óli Hall, sölu- og markaðsstjóri Jurt­ar, fyr­ir­tækið. Jurt starfar sam­kvæmt Nordic Food Mani­festo, þar sem áhersl­an er lögð á hrein­leika, fersk­leika og ein­fald­leika eða sjálf­bæra fram­leiðslu frá upp­hafi til enda. Ferskt wasa­bi er unnið úr stilk wasa­bi-plönt­unn­ar og er 100% hrein afurð án allra auka­efna.

Nor­rænn mat­vælamiðlari – Gunn­ar Karl Gísla­son – DILL

Gunn­ar Karl Gísla­son, eig­andi veit­ingastaðar­ins DILL, sem hef­ur hlotið Michel­in-stjörnu, er óþrjót­andi að vinna með ís­lenskt hrá­efni. Árið 2009 opnaði hann sinn eig­in veit­ingastað, DILL, í Nor­ræna hús­inu í Reykja­vík. Draum­ur hans var að opna stað þar sem nor­ræna eld­húsið myndi blómstra og var mark­mið hans að kom­ast yfir allt það nor­ræna hrá­efni sem hann gæti. Síðar togaði ís­lenskt hrá­efni sterk­ar og sterk­ar í hann. Svæðis­bund­in mat­væli eru alltaf í for­grunni og er DILL einn af þekkt­ustu veit­inga­stöðum lands­ins, með eina Michel­in-stjörnu og hef­ur fengið viður­kenn­ing­una Besti veit­ingastaður á Íslandi af White Gui­de Nordic. Þar að auki hef­ur Gunn­ar gefið út sína eig­in mat­reiðslu­bók, North: The New Nort­hern Cuis­ine of Ice­land þar sem hann fer yfir ís­lenskt hrá­efni, fram­leiðend­ur, villt­ar plönt­ur og hefðir í ís­lenskri mat­ar­gerð.

Nor­rænn mat­væla­listamaður – Brún­astaðir osta­gerð

Hjón­in og bænd­urn­ir Jó­hann­es H. Rík­h­arðsson og Stef­an­ía Hjör­dís Leifs­dótt­ir búa á Brúna­stöðum í Fljót­un­um með fjór­um börn­um sín­um. Þegar þau fluttu að Brúna­stöðum árið 2000 urðu þau að finna tæki­færi til að skapa sér störf í heima­byggð og úr varð að þau fóru að gera til­raun­ir með geitamjólk sem síðan vatt upp á sig. Þau fengu Guðna Hann­es, osta­gerðarmann í lið með sér og árið 2020 komu fyrstu vör­urn­ar á markað og selja þau nú nokkr­ar teg­und­ir af geita­osti. Þar að auki gera þau einnig sauðaost en í mun minna magni. Geiturn­ar ganga laus­ar í fjöll­un­um fyr­ir ofan bæ­inn á sumr­in og éta jurtirn­ar sem þeim lík­ar best. Þetta skil­ar sér í bragði geitamjólk­ur­inn­ar sem er rík af fitu og próteini. Þar að auki éta geiturn­ar notað hveiti og bygg sem fell­ur til í ná­lægu brugg­húsi sem hef­ur einnig áhrif á gæði mjólk­ur­inn­ar. Á þenn­an hátt má segja að hringrás­ar­hag­kerfið krist­all­ist og leggja bænd­urn­ir sig í líma við að koma í veg fyr­ir mat­ar­sóun.

Sjá nánar um verðlaunin og allar tilnefningar á Norðurlöndunum á síðunni emblafoodaward.com