Glæsileg landbúnaðarsýning um aðra helgi
10.08.2005
Um aðra helgi verður haldin glæsileg landbúnaðarsýning í Skagafirði með fjölbreyttri dagskrá. Meðal sýningaratriða verður kynbótasýning á nautgripum, Kýr 2005, þar sem saman munu koma Norðlenskir kúabændur og keppa með gripi sína. Landbúnaðarsýningin verður nokkuð óhefðbundin þar sem bæði verður sýning á tækjum og
tólum sem tengjast landbúnaði en einnig keppni hrossa, fjárhunda, nautgripa og hrúta.
Sýningin hefst föstudaginn 19. ágúst, stendur fram á sunnudag og verður hún í reiðhöllinni við Sauðárkrók.
Meðal helstu atriða má nefna:
- Kynbótasýningu hrossa (yfirlitssýning)
- Kúasýningu
- Hrútasýningu
- Opna gæðingakeppni
- Tölt- og skeiðkeppni,
- Sýningu á bestu fjárhundum landsins
- Fjölbreytt fræðsluerindi á vegum Hólaskóla og Landbúnaðarháskólans.