Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Glæsileg landbúnaðarsýning um aðra helgi

10.08.2005

Um aðra helgi verður haldin glæsileg landbúnaðarsýning í Skagafirði með fjölbreyttri dagskrá. Meðal sýningaratriða verður kynbótasýning á nautgripum, Kýr 2005, þar sem saman munu koma Norðlenskir kúabændur og keppa með gripi sína. Landbúnaðarsýningin verður nokkuð óhefðbundin þar sem bæði verður sýning á tækjum og

tólum sem tengjast landbúnaði en einnig keppni hrossa, fjárhunda, nautgripa og hrúta.

 

Sýningin hefst föstudaginn 19. ágúst, stendur fram á sunnudag og verður hún í reiðhöllinni við Sauðárkrók.

 

Meðal helstu atriða má nefna:

  • Kynbótasýningu hrossa (yfirlitssýning)
  • Kúasýningu
  • Hrútasýningu
  • Opna gæðingakeppni
  • Tölt- og skeiðkeppni,
  • Sýningu á bestu fjárhundum landsins
  • Fjölbreytt fræðsluerindi á vegum Hólaskóla og Landbúnaðarháskólans.