Beint í efni

Gjörbreyttar dráttarvélar í framtíðinni?

11.02.2011

Í tilefni af 60 ára afmæli Valtra, fengu hönnuðir fyrirtækisins það verkefni að hanna nýja vél frá grunni. Kröfunar til þeirra voru að hanna vél sem gæti mætt öllum helstu framtíðarkröfum sem gera þarf til dráttarvéla. Niðurstaðan varð Valtra Antz vélin eða „Maurinn frá Valtra“. Þetta er á margan hátt mjög spennandi hönnun og má segja að með Maurnum sé endanlega stigið skrefið í burtu frá hinni sígildu hönnun dráttarvéla sem fyrst mátti sjá fyrir um 100 árum síðan!

 

AGCO, félagið sem á Valtra, hefur á liðnum árum lagt að hönnuðum sínum að koma með nýja hugsun og nýjar lausnir. Nú hefur AGCO ákveðið

að Valtra verði aðal merki félagsins í dráttarvélum í framtíðinni (er einnig með bæði Massey Ferguson og Fendt) og má búast við því að eitthvað af hinum framúrstefnulegu lausnum Maursins sjáist í vélum AGCO í framtíðinni.

 

Maurinn getur einnig skipt sér upp í tvær vélar


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maurinn frá Valtra er heildarlausn í vélvæðingu búsins með tvær mótoreiningar, hvora om sig 134 hestaöfl. Þessar einingar geta unnið bæði saman, sem 268 hestaafla vél, eða í sitt hvoru lagi og þá annar hlutinn alsjálfvirkur.

 

Allt vinnuumhverfi stjórnandans er að sjálfsögðu byggt á nýjustu tækni sem völ er á en það sem er etv. áhugaverðast við þessa hugmynd hönnuðanna að þó svo að vélin sé eingöngu á teikniborðinu enn (og komist etv. aldrei þaðan) þá eru hugmyndirnar alls ekki óraunhæfar.

 

Ýmiskonar hjálparbúnaður birtist í framrúðunni

 

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þessa skemmtilegu framtíðarsýn hönnuða Valtra, þá má sjá tölvugert myndband um nýju dráttarvélina á YouTube eða með því að smella þessa vefsloð: www.youtube.com/watch?v=EOFNjKUbOgg