
Gildandi verðskrá fóðurbætis uppfærð
27.11.2018
Nú hefur verðskrá fóðurbætis á naut.is verið uppfærð til samræmis við verðbreytinguna hjá Bústólpa í gær, sem við sögðum frá fyrr í dag. Með því að smella hér getur þú séð uppfærðaa verðskrána.
Kaupendur á kjarnfóðri eru hvattir til að skoða vel gildandi verðskrá söluaðila hér á naut.is, gera verðsamanburð og ræða við fóðurráðgjafa RML varðandi fóðurkaupin. Fóðurkostnaður er stærsti kostnaðarliður við mjólkurframleiðsluna, ekki bara hér á landi heldur um allan heim, og kúabændur þurfa því að vera vel vakandi yfir þeim kostnaði og þeim kjörum sem bjóðast hverju sinni/SS.