Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Gigi dauð

06.10.2017

Afurðakýrin Gigi drapst í fjósbruna  í síðustu viku en Gigi þessi var heimsfræg enda afburða afurðakýr. Árið 2016 setti hún bandarískt met og líklega heimsmet er 365 daga nyt hennar fór í 74.650 pund eða sem nemur 33.860 kg en naut.is fjallaði einmitt um þetta met Gigi á sínum tíma (sjá hér). Nú er hún því miður dauð en hún og 30 aðrar kýr drápust í fjósbruna á búinu Rolling Hills í Bandaríkjunum.

Um básafjós var að ræða sem tók alls 120 kýr en heimafólki hafði tekist að bjarga 60 þeirra út áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Þá var þak fjóssins þegar fallið saman, en þrátt fyrir það tókst að ná 30 kúm til viðbótar út. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum/SS.