Beint í efni

Gigi dauð

06.10.2017

Afurðakýrin Gigi drapst í fjósbruna  í síðustu viku en Gigi þessi var heimsfræg enda afburða afurðakýr. Árið 2016 setti hún bandarískt met og líklega heimsmet er 365 daga nyt hennar fór í 74.650 pund eða sem nemur 33.860 kg en naut.is fjallaði einmitt um þetta met Gigi á sínum tíma (sjá hér). Nú er hún því miður dauð en hún og 30 aðrar kýr drápust í fjósbruna á búinu Rolling Hills í Bandaríkjunum.

Um básafjós var að ræða sem tók alls 120 kýr en heimafólki hafði tekist að bjarga 60 þeirra út áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Þá var þak fjóssins þegar fallið saman, en þrátt fyrir það tókst að ná 30 kúm til viðbótar út. Ekki liggur fyrir hvað olli brunanum/SS.