
Getur A-vítamín í fóðri kúa dregið úr mjólkurofnæmi?
02.05.2018
Rannsókn samspili fóðurs og á eiginleikum mjólkur, sem framkvæmd var af Dýralæknaháskólanum og af Háskólanum í Vínarborg, bendir til þess að ákveðnir eiginleikar í fóðri kúa geti haft bein áhrif á mjólkurofnæmi hjá fólki en sá kvilli hrjáir 3-5% barna í Evrópu. Rétt er að geta þess að hér er ekki átt við mjólkursykuróþol sem hrjáir suma. Hefðbundið mjólkurofnæmi er hins vegar tengt við ofnæmi fólks við ákveðnum mjólkurpróteinum og sér í lagi einu þeirra (beta-lactoglobulin). Þetta prótein er afar sérstakt og getur það tengst afleiðu úr A-vítamíni í mjólkinni og hafa rannsóknir sýnt að ef þetta efni vantar í mjólkina, fær fólk frekar ofnæmi þar sem líkaminn bregst illa við þessu próteini ef það er ekki tengt.
Í rannsókninni var áhersla lögð á það hvort unnt væri að hafa áhrif á þessa afar sérstöku eiginleika mjólkurinnar með því að blanda afleiðu af A-vítamíni út í mjólkina og með því tókst að eyða þessum ofnæmisáhrifum hennar! Í rannsókninni var ekki reynt að breyta þessum eiginleikum með fóðrun og er það næsta verkefni næstu ára að skoða það samhengi/SS.