
Geta kýr þefað uppi burðarstíuna?
23.06.2017
Við háskólann í Árósum hafa oft á undanförnum árum við unnin hrein þrekvirki á sviði rannsókna á atferli nautgripa og nú hafa vísindamenn þar á bæ birt áhugaverðar niðurstöður rannsóknar á burðaratferli kúa. Í þessari tilraun voru kýr saman í hópstíu fyrir burð en þeim stóð svo til boða að draga sig út úr hópnum og fara sjálfar inn í einstaklingsstíu þegar komið var að burðinum. Hljómar ótrúlega vel ef þetta er hægt og sparar mikla vinnu og yfirlegu bænda. Það hefur löngum verið þekkt að kýr sækja stundum í að bera á sömu stöðum og aðrar kýr hafa borið og er tilgátan sú að þær þefi uppi staðinn.
Í þessari tilraun gátu kýrnar dregið sig í hlé og farið út úr hópnum sínum til þess að bera og eftir burðinn voru hildirnar fjarlægðar og settur nýr hálmur. Einhver fósturvökvi var þó eftir og virðist það hafa verið nóg því aðrar kýr sóttu í að bera á sama stað. Niðurstöðurnar eru afar áhugaverðar og nú stendur til að gera tilraunina umfangsmeiri og skoða hvort unnt sé að framleiða lyktarefni sem hefur þau áhrif á kýrnar að þær sækja á ákveðið svæði til að bera/SS.