Gert að greiða 2,5 milljarða í stjórnvaldssekt!
24.01.2011
Bandaríski jógúrtframleiðandinn Dannon, sem er í eigu hins franska afurðafélags Danon, hefur gert samkomulag við þarlend yfirvöld um að greiða stjórnvaldssekt og að breyta auglýsingum fyrirtækisins um forvarnargildi drykkjarjógúrtsins Activa og DanActive. Að mati yfirvalda hafði fyrirtækið gengið of langt í fullyrðingum um kosti drykkjanna s.s. að með neyslu á DanActive þá væru minni líkur á því að viðkomandi fengi flensu.
Þar sem fyrirtækið gat ekki lagt
á borðið vísindalegar sannanir á fullyrðingum sínum var Dannon því kært á síðasta ári en hefur nú gert samkomulag við stjórnvöld um að greiða 21 milljón bandaríkjadala eða um 2,5 milljarða íslenskra króna. Sektin deilist út á þau 39 fylki í Bandaríkjunum sem höfðu tekið upp sjálfstæðar rannsóknir á fullyrðingum Dannon. Í kjölfar samkomulagsins má Dannon þó auglýsa áfram um forvarnargildi varanna, en í all breyttri mynd og án allra róttækra fullyrðinga um gildi þeirra nema fyrir liggi klínískar rannsóknir á gildi og virkni þeirra.
Að sögn talsmanna Dannon eru forsvarsmenn fyrirtækisins „ánægðir“ með niðurstöðuna enda má fyrirtækið eftir sem áður leggja áherslu á aðal kosti jógúrtdrykksins, þ.e. að Activia styrki magaflóruna og DanActive styðji við mótstöðukerfi líkamans.