
Gerðu þér mat úr Facebook – skráning
07.02.2018
Finnski bóndinn og frumkvöðullinn Thomas Snellman kemur til Íslands og heldur erindi í Hörpu á vegum Matarauðs Íslands og Bændasamtakanna sunnudaginn 4. mars nk. Thomas er brautryðjandi í Finnlandi í sölu búvara í gegnum svokallaða REKO-hringi sem eru vel skipulagðir Facebook-hópar víðs vegar um Finnland. Finnskir bændur og smáframleiðendur hafa náð undraverðum árangri í sölu beint frá býli og mun Thomas segja frá því hvernig þessir aðilar hafa náð að auka veltuna í sínum rekstri umtalsvert með nýjum söluaðferðum á Netinu.
Thomas Snellman hlaut Embluverðlaunin í fyrra fyrir REKO-hringina.
Auk Thomasar mun Brynja Laxdal, framkvæmdastjóri Matarauðsins, fjalla um reynslu af matarmarkaði á Facebook hér á landi og Arnar Gísli Hinriksson, sérfræðingur í árangursmarkaðssetningu, heldur erindi sem ber nafnið „Gerðu þér mat úr Facebook“.
Eftir erindin verður vinnustofa þar sem ráðstefnugestum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda viðskipti með matvörur á milli bænda, smáframleiðenda og neytenda.
Eftir erindin verður vinnustofa þar sem ráðstefnugestum gefst kostur á að leggja sitt af mörkum til þess að auðvelda viðskipti með matvörur á milli bænda, smáframleiðenda og neytenda.
Ráðstefnan, sem er öllum opin, verður haldin í Björtuloftum í Hörpu milli kl. 14.00 og 16.30, sunnudaginn 4. mars. Á sama tíma er Matarmarkaður Búrsins í Hörpu.
Skráning fer fram hér undir en aðgangur er ókeypis að þessum viðburði.
Skráning fer fram hér undir en aðgangur er ókeypis að þessum viðburði.