Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Gera ráð fyrir meira en tvö þúsund sýningaraðilum

17.02.2011

Undirbúningur fyrir stærstu landbúnaðarsýningu heims, Agritechnica, er þegar komin í fullan gang þrátt fyrir að hún opni dyrnar fyrst eftir tæplega tíu mánuði. Fréttir af áhuga fyrirtækja á leigu á sýningaraðstöðu bera þess merki að markaður með landbúnaðartæki sér heldur betur að taka við sér á ný, en útlit er fyrir 10% aukningu á sýningarrými og er fjöldi söluaðila þegar kominn yfir 2.000.

 

Agritechnica, sem haldin verður í Hanover í Þýskalandi dagana 15.-19. nóvember, er eins og áður segir stærsta sýning heimsins en búast má við því að gestir sýningarinnar  

verði í kringum 350 þúsund. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á heimasíðu hennar: www.agritechnica.com.

 

Framundan eru ýmsar aðrar sýningar og er t.d. stór hópur íslenskra bænda á leið á landbúnaðarsýninguna Sima í París sem hefst nú á sunnudaginn kemur. Það er einnig glæsileg sýning með rúmlega 1.400 sýnendur og er búist við því að gestafjöldi fari yfir 200 þúsund í ár.