Geno sótt heim
21.01.2008
Nokkrir fulltrúar íslenskrar nautgriparæktar eru nú í 3 daga heimsókn í Noregi í boði Geno, norska nautgriparæktarfélagsins. Markmið heimboðs Geno er að kynna starfsemi félagsins, ræktunarstarfið í Noregi og hugsanlegt samstarf milli Íslands og Noregs á því sviði í framtíðinni.
Farið er yfir skipulag Geno, ræktunarskipulag NRF, verndun gamalla nautgripakynja og samstarf mjólkuriðnaðarfyrirtækisins Tine og Geno. Einnig verða mjólkursamlög, sláturhús, nautastöðvar og kúabú heimsótt. Fyrir hönd Landssambands kúabænda eru í ferðinni Laufey Bjarnadóttir, kúabóndi á Stakkhamri, Jón Gíslason, kúabóndi á Lundi, Pétur Diðriksson, kúabóndi á Helgavatni og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri. Einnig eru í hópnum Einar Matthíasson, framkvæmdastjóri viðskipta- og þróunarsviðs MS, Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa og Magnús B. Jónsson og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautar BÍ.