Beint í efni

Geno opnar kyngreiningarstöð sæðis í dag

13.11.2017

Í dag mun norska kynbótafyrirtækið Geno taka í notkun glæsilega aðstöðu sem notuð verður til kyngreiningar á sæði. Þessi nýja aðstaða er fyrsta sinnar tegundar í heiminum enda er Geno fyrsta fyrirtækið sem semur við Genus ABS um kaup á tækjum til kyngreiningar á sæði, en Genus ABS er með einkaleyfi á sérstakri flokkunartækni á sæði sem kallast IntelliGen.

Tækni þessi byggir á því að nota laser geisla til þess að skilja að x og y litninga og er næmni þessarar tækni 90%, þ.e. við sæðingu eru 90% líkur á að kálfurinn verði af því kyni sem óskað er eftir. Kostur þessarar tækni umfram hefðbundinnar skilvindutækni er að sæðisgæðin haldast betri og frjósemin verður meiri en þegar kyngreining fer fram með skilvindutækni.

Framkvæmd Geno vegna þessarar nýju aðstöðu nemum um 40 milljónum norskra króna eða rétt rúmum hálfum milljarði íslenskra króna/SS.