Beint í efni

Geno kaupir í Hollandi

13.08.2013

Dótturfélag Geno, Geno Global, hefur keypt 50% hlutfjárins í hollenska félaginu Xsires B.V en það félag hefur verið í töluverðri sókn í sæðissölu. Þó svo að Holland sé lítið land er það stórveldi í mjólkurframleiðslu með um 1,8 milljónir kúa og því skiptir sá markaður Geno miklu máli og eru því framangreind kaup hluti af vaxtaráætlun félagsins með NRF kýr á hinum alþjóðlega markaði.

 

Xsires B.V. er með starfsemi í Hollandi, Belgíu og Lúxemborg og árið 2012 seldi það 80 þúsund skammta sem var aukning um 30% frá fyrra ári. Það er sérstaklega nautið Braut nr. 10177 sem hollenskir bændur eru hrifnir af en alls hafa verið seldir 47 þúsund skammtar úr þessu eina nauti í Hollandi á liðnum árum. Braut nr. 10177 er 11 ára gamalt naut og er sérstaklega þekktur fyrir að gefa kýr með góða frjósemi og endingu/SS.