Beint í efni

Geno gengur einnig vel utan Noregs

18.04.2017

Norska ræktunarfélaginu Geno, sem er þekktast fyrir markaðssetningu og sölu og á norska kúakyninu NRF, gekk afar vel á síðasta ári og þriðja árið í röð tókst Geno að auka sölu á sæði erlendis. Alls voru seldir 471.000 skammtar utan Noregs í fyrra og segir í fréttatilkynningu Geno að það sé aukning um 3,5% frá árinu 2015.

Þetta verður að teljast afar góður árangur hjá Geno enda er félagið að slást við mörg afar stór alþjóðleg ræktunarfélög svo að auka söluna segir töluvert um gengi félagsins. Sem stendur selur Geno NRF sæði í 30 löndum og hefur verið mest eftirspurn eftir þremur afar sterkum NRF nautum sem eru með óvenju góða frjósemiseiginleika auk þess sem dætur þeirra eru hraustar og afurðasamar/SS.