Beint í efni

Gengur vel með stafrænt kjötmat

29.05.2012

Frá síðasta sumri hefur stafrænt kjötmat jafnt og þétt verið að taka við af hefðbundnu mati í sláturhúsum á Norður-Írlandi. Í fyrstu voru kúabændurnir nokkuð efins um tæknina en reynslan hefur verið afar góð og raunar er árangurinn það góður að nú eru notaðir 15 matsflokkar, eða fleiri en voru notaðir áður.

 

Á Norður-Írlandi er EUROP matskerfið notað við sláturmat nautgripa og á bak við hvern gæðaflokk eru svo bæði -, + og = undirflokkar, þ.e. E+, E= og E- sem eru þá undirflokkar E gæðaflokksins. Um leið hefur bil á milli flokka minnkað sem er kostur fyrir bændurna. Enn sem komið er, er ekki kvöð á sláturhúsum að nota stafrænt matskerfi, en flestir telja þó að brátt muni svo verða og hefðbundið kjötmat heyra sögunni til/SS.