
Gengið á hlunnindarétt bænda
04.01.2012
Mikill ágreiningur er um tillögur starfshóps sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skipaði í september sl. um verndun og endurreisn svartfuglastofna. Ekki var farin sú leið að semja við hlunnindabændur, heldur lagt til að breyta lögum sem fæli í sér skertan hlunnindarétt ef tillögurnar ganga í gegn. Fulltrúi Bændasamtaka Íslands sagði sig frá tillögum starfshópsins eftir að tillögurnar voru frágengnar í hópnum og stendur því ekki að þeim.
Rannsóknum mjög ábótavant
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og hlunnindaráðgjafi hjá Bændasamtökunum segir í yfirlýsingu vegna úrsagnar úr nefndinni þann 12. desember sl., að rannsóknum sé mjög ábótavant og upplýsingum um ástand stofnana og orsakir brests í varpi og úr því þurfi að bæta.
Aðspurð segir hún að með þessum tillögum sé verið að ganga á rétt landeigenda og annarra hlunnindanotenda. Þetta eigi að gera án þess að fyrir liggi rannsóknir á hvað verði um fugl sem flúið hefur t.d. frá Vestmannaeyjum í ætisleit. Í Vigur við Ísafjarðardjúp og í Grímsey á Skjálfanda hafi menn t.d. sjaldan séð eins mikið af lunda og í sumar. Bændur fyrir vestan og norðan verði fyrir umtalsverðu tjóni ef farið verði að þessum tillögum. Segir Guðbjörg að fara hefði átt aðra leið og semja við landeigendur en með lagabreytingu og því að friða fuglinn í fimm ár sé ljóst að reglum verði ekki breytt til baka. Þar með verði tekinn bótalaust af bændum mikilvægur hlunnindaréttur.
Yfirlýsing frá BÍ og úrsögn úr starfshópnum - pdf
Greinargerð og tillögur frá starfshópi umhverfisráðherra - pdf
Rannsóknum mjög ábótavant
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, atvinnu- og hlunnindaráðgjafi hjá Bændasamtökunum segir í yfirlýsingu vegna úrsagnar úr nefndinni þann 12. desember sl., að rannsóknum sé mjög ábótavant og upplýsingum um ástand stofnana og orsakir brests í varpi og úr því þurfi að bæta.
Aðspurð segir hún að með þessum tillögum sé verið að ganga á rétt landeigenda og annarra hlunnindanotenda. Þetta eigi að gera án þess að fyrir liggi rannsóknir á hvað verði um fugl sem flúið hefur t.d. frá Vestmannaeyjum í ætisleit. Í Vigur við Ísafjarðardjúp og í Grímsey á Skjálfanda hafi menn t.d. sjaldan séð eins mikið af lunda og í sumar. Bændur fyrir vestan og norðan verði fyrir umtalsverðu tjóni ef farið verði að þessum tillögum. Segir Guðbjörg að fara hefði átt aðra leið og semja við landeigendur en með lagabreytingu og því að friða fuglinn í fimm ár sé ljóst að reglum verði ekki breytt til baka. Þar með verði tekinn bótalaust af bændum mikilvægur hlunnindaréttur.
Yfirlýsing frá BÍ og úrsögn úr starfshópnum - pdf
Greinargerð og tillögur frá starfshópi umhverfisráðherra - pdf