Beint í efni

Geldstaðan má ekki vera styttri en 42 dagar!

20.08.2016

Dönsk rannsókn á búsgögnum sýnir að sé geldstaðan að lágmarki fjórar vikur, þá er það nógu langur tími fyrir kúna svo hún geti undirbúið sig fyrir komandi mjaltaskeið. Það er þó ekki mælt með því að skipuleggja geldstöðuna svo stutta þar sem reynslan í Danmörku, vel að merkja með Holstein kýr, sýnir að lengd meðgöngutímans er mjög breytileg. Því þarf alltaf að gera ráð fyrir því að þó svo að fangdagur sé þekktur, og þar með áætlaður burðardagur einnig, þá eigi að bæta við tveimur vikum við geldstöðuna svo tryggt sé að allar kýr fái framangreindar fjórar vikur til þess að júgurvefurinn jafni sig og nái að undirbúa sig á ný fyrir komandi mjaltaskeiðs.

 

Líklega miða flestir við átta vikna geldstöðu en niðurstaðan úr dönsku rannsókninni sýnir að það er hægt að bæta nýtingu kúnna með því að stytta geldstöðuna án þess að það komi niður á afurðasemi, endingu eða júgurheilbrigði. Rétt er að endurtaka að þessi rannsókn var gerð á erlendu kúakyni og óvíst hvort sama eigi við um íslenskar kýr en það væri vissulega mikið hagsmunamál að komast að því hvort sömu forsendur gilda um þær/SS.