
Geislavirkni mælist í mjólk í Úkraínu
23.07.2018
Þrátt fyrir að rúmlega 30 ár sé liðin frá kjarnorkuslysinu í Chernobyl í Úkraínu finnst enn geislavirkni víða í nágrenninu og meira að segja í mjólk kúa sem eru í rúmlega 150 kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum. Vísindamenn tóku mjólkursýni á nokkrum kúabúum í Rivne héraðinu í Úkraínu, en Rivne héraðið er í norð-vesturhluta landsins. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Exeter í Englandi og sérstakri úkraínskri landbúnaðarstofnun sem er sérhæfð í geislavörnum.
Í ljós kom að geislavirka efnið sesín fannst í mjólkinni og í allt of milku magni. Allt upp í fimmfalt meira magni en talið er hámark þegar horft er til neyslu fullorðinna á matvörum og allt að 12 sinnum hærra en leyfilegt hámark er fyrir matvörur fyrir börn/SS.