Beint í efni

Gefðu nýbærunni orkudrykk!

07.10.2015

Orkudrykkir eru afar vinsælir meðal ungs fólks og etv. eldra einnig en ekki eins algengir í búskap en undanfarin ár höfum við séð stóraukna áherslu á orkudrykki fyrir kýr og er nú fjölbreytt úrval til á markaðinum, einnig hér á landi hjá fóðursölunum og etv. fleirum. En til hvers er orkudrykkurinn fyrir kýrnar? Jú hlutverk hans er að svala þörf kúnna strax eftir burð en um leið og kálfurinn er fæddur kemur upp náttúruleg þörf kúnna til þess að drekka mikið magn vatns til þess að mæta vökvatapinu sem varð þegar burðurinn átti sér stað.

 

Kýr teyga því vatn, oft þetta 30-40 lítra, sé þeim það boðið og um leið er gráupplagt að gefa þeim bæði orku og kalk, hvorutveggja þættir sem oft vantar hjá nýbærum. Algengir orkudrykkir fyrir kýr innihalda þrúgusykur og auðleyst kalk en einnig er í mörgum þeirra sölt, steinefni og vítamín sem byggir upp forða kúnna á ný en verulega gengur á þessa þætti fyrir og um burð. Reynslan erlendis frá sýnir að þeir sem gefa kúm sínum orkudrykki fá mun sjaldnar súrdoða og doða í kýr sínar sem og ná þeim mun betur og fyrr af stað í framleiðsluna þar sem þær ná fyrr upp góðri átgetu en aðrar kýr.

 

Ulrik K. Jakobsen með eina nýbæru sem er að fá sér orkudrykk

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá danska kúabóndann Ulrik Jakobsen sem hefur náð afar góðum árangri með kýr sínar en hann er með um 300 Holstein kýr. Allar nýbærur á búi hans fá Feedtech Energy Booster (fæst víst ekki hér á landi) en þess má geta að meðalnytin á búinu er nú um 12 tonn á 305 dögum/SS.

/SS.