Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Gefa mjólk til barna í Sýrlandi

21.04.2016

Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um að senda mjólk til Sýrlands þar sem henni verður úthlutað til 350 þúsund barna. Um tvíþætta aðgerð er að ræða, þ.e. að veita mikilvæga neyðaraðstoð en einnig að kaupa mjólk út af evrópska markaðinum enda mikil offramleiðsla á mjólk núna. Alls verður keypt mjólk fyrir rúma fjóra milljarða króna í þessum tilgangi en fjármögnunin kemur úr sérstökum sjóði sem settur var á fót í fyrra í þeim tilgangi að bæta stöðu evrópskra kúabænda.

 

Til þess að setja þessa aðgerð í samhengi þá er áætlað að uppkaupin á mjólkinni fyrir börnin í Sýrlandi nemi um 1% af daglegri umframmjólkurframleiðslu landa Evrópusambandsins/SS.