Beint í efni

GEA um allt nema hér

20.04.2012

Alþjóðlega fyrirtækið GEA, sem er næst stærsti mjaltatækjaframleiðandi í heimi með Westfalia merki sitt, náði nýverið risasamningi við Fonterra í Nýja-Sjálandi. Það var dótturfélag GEA sem kallast GEA Process Engineering sem átti í hlut en um er að ræða uppbyggingu á afurðastöð Fonterra fyrir 11,8 milljarða króna! Sem hluti af þessu verkefni er uppbygging á nýrri þurrkaðstöðu en settur verður upp stærsti mjólkurduftþurrkari í heimi í þessu verkefni.

 

Þegar afurðastöðin verður tilbúin til móttöku á mjólk í ágúst á næsta ári verður framleiðslugeta stöðvarinnar 30 tonn af mjólkurdufti á hverri klukkustund eða um 220 milljón lítrar á mánuði. Þessi stöð verður því heldur stærri en ED4 stöðin sem við sögðum frá fyrr í mánuðinum en sú stöð var hinsvegar byggð upp með DeLaval tækni.

 

Þessir risar innan mjaltatækninnar halda því áfram að slást um áhuga kúabænda um allan heim, ja nema á Íslandi enda GEA vart sjáanlegt á markaðinum hér á landi. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér fjölbreytt framboð fyrirtækisins geta skoðað heimasíðu félagsins hér:

http://www.westfalia.com/uk/en/bu/default.aspx/SS.