Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

GDT: smjör og ostur í frjálsu falli

05.06.2019

Í gær fór fram uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og annan uppboðsmarkaðinn í röð lækkaði heimsmarkaðsverðið. Nánst allir flokkar sem boðnir voru til sölu lækkuðu en lang mest lækkaði cheddar ostur um heil 14,0% og smjör lækkaði um 10,1%! Mest viðskipti voru með hefðbundið mjólkurduft og lækkaði það einnig en þó ekki nema um 1,5%. Undanrennuduft lækkaði einnig í verði og alls um 4,0%. Allir helstu og stærstu viðskiptaflokkarnir lækkuðu því í verði á þessum markaði.

Eftir uppboðið í gær kostar nú tonnið af smjöri 4.805 dollara, tonnið af cheddar osti 3.950 dollara, tonnið af undanrennudufti 2.436 dollara og tonnið af mjólkurdufti 3.138 dollara. Verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er eftir þessa lækkun nú fallinn niður í 1.037 og meðalverð allra mjólkurvaranna er nú 3.423 dollarar.

Til þess að fræðast nánar um uppboðið má smella hér/SS.