
GDT: lækkun á síðasta uppboði
08.08.2019
Á þriðjudaginn fór fram uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og eftir hækkun á síðasta uppboði þá varð lækkun að nýju. Allir flokkar sem voru boðnir til kaups lækkuðu á markaðinum.
Eftir uppboðið í fyrradag kostar nú tonnið af smjöri 4165 dollara en á því varð 5,5% lækkun. Cheddar og undarennuduft tóku einnig á sig skerðingu, tonnið af cheddar osti því 3,838 dollara eftir 2% lækkun og tonnið af undanrennudufti 2482 dollara eftir 1,6% lækkun. Tonnið af mjólkurdufti tók 1,7% lækkun og er því á 3.039 dollara. Meðal heimsmarkaðsverð allra mjólkurvaranna er nú 3.253 dollarar en var 3.412 á síðasta uppboði. Markaðurinn stendur því nærri því sem var mánaðarmótin janúar/febrúar síðast liðin, því verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er eftir þessa breytingu kominn í 994.
Frekari upplýsingar af uppboðinu má lesa hér: DGT Events Results