Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

GDT: heimsmarkaðsverðið þokast upp á við

08.01.2019

Í síðustu viku var haldið uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og hækkaði meðalverð mjólkurvaranna um 2,8%. Þetta er þriðja hækkunin í röð á markaðinum eftir marga mánuði þar á undan þar sem verðið seig niður á við, þó varð aldrei verulegt fall á markaðinum árið 2018 og eru flestir á því að markaður mjólkurvara í heiminum hafi verið nokkuð stöðugur á nýliðnu ári. Á þessu uppboði núna varð hækkun á öllum vörufl0kkum sem voru í boði og hækkuðu duftaðar áfir mest eða um 9,3% og kostar nú tonnið af áfum 3.252 dollara. Þess má reyndar geta að um frekar lítið magn var að ræða en engu að síður góð hækkun og hefur verð á þurrkuðum áfum ekki verið hærra í nærri fimm ár! Á eftir „smjörmjólkinni“ eins og áfirnar kallast nú á flestum öðrum tungumálum þá hækkaði undanrennuduftið mest eða um 7,9%.

Sé litið til einstakra vöruflokka þá fást núna 2.705 dollarar fyrir tonnið af mjólkurdufti, 2.201 dollarar fyrir tonnið af undanrennudufti og 4.076 dollarar fyrir tonnið af smjörinu . Í heildina var á þessum markaði verslað með um 29 þúsund tonn og nam meðalverð viðskiptanna 2.986 dollurum á tonnið og nam heildarverðmæti viðskiptanna á þessu eina uppboði því rúmlega 10 milljörðum íslenskra króna. Verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er nú 904 stig. Til þess að fræðast nánar um uppboðið má smella hér/SS