Beint í efni

GDT: heimsmarkaðsverðið hækkar aðeins

06.12.2017

Í gær var haldið uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á smjöri haldi nú áfram að lækka þá lækkaði ekki meðalverð mjólkurvara heldur hækkaði örlítið eða um 0,4%. Smjörverð á heimsmarkaði er nú komið í 4.575 dollara tonnið og lækkaði verðið um 11,1% á einungis tveimur vikum. Það var hinsvegar sala á bæði undanrennudufti og mjólkurdufti sem tryggði að meðalverðið lækkaði ekki en undanrennuduft hækkaði um 4,7% og mjólkurduft um 1,7% frá síðasta uppboði.

Í heildina var á þessum markaði verslað með 30 þúsund tonn á þessum uppboðsmarkaði. Verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er nú 973 stig en þegar heimsmarkaðsverðið hrundi sumarið 2015 fór þessi stuðull lægst í 514 stig. Ef þú vilt fræðast nánar um uppboðið, getur þú smellt hér/SS