
GDT: heimsmarkaðsverð hækkar á ný
03.01.2018
Í gær var haldið uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og hækkaði meðalverð mjólkurvara um 2,2% frá síðasta uppboði, sem haldið var stuttu fyrir jól og endaði með 3,9% lækkun. Það urðu reyndar nokkrar sviftingar á þessu uppboði og hefði mátt ætla að meðalverð mjólkurvara myndi lækka enda var boðið afar lágt í mjólkurduftið og endaði verð á mjólkurdufti með að lækka um 7,3% frá síðasta uppboði. Aðrir vöruflokkar héldu þó sínu og hækkaði t.d. smjör nú á ný eftir töluverða lækkun fyrir jólin. Smjörverð á heimsmarkaði er nú komið í 4.501 dollara tonnið.
Í heildina var á þessum markaði verslað með 25 þúsund tonn á þessum uppboðsmarkaði og nam meðalverð viðskiptanna 3.124 dollurum á tonnið. Ef þú vilt fræðast nánar um uppboðið, getur þú smellt hér/SS