Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

GDT: enn hækkun, en þó lítil!

20.02.2019

Í gær var haldið uppboð á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade) og hélt meðalverðið áfram að hækka en hækkunin nú var þó ekki nema 0,9%. Þessi hækkun nú var sú sjötta í röðinni og eru það vissulega góð tíðindi fyrir alla sem vinna á útflutningsmörkuðum. Verðþróunin nú, þ.a. óveruleg hækkun, er reyndar í samræmi við væntingar um verðþróunina eins og kom fram í frétt naut.is um GDT 7. febrúar sl. og má lesa hér.

Á þessu uppboði núna varð hækkun á flestum vörufl0kkum sem voru í boði og hækkaði cheddar ostur mest eða um 2,9%. Það sem þó mest vegur inn í heildarmyndina er hvernig verðþróunin er á mjólkurdufti, undanrennudufti og svo smjöri. Á þessum markaði nú hækkaði mjólkurduftið um 0,3% og fást núna 3.022 dollarar fyrir tonnið af því. Tonnið af undanrennudufti kostar nú 2.580 dollara og hækkaði það um 2,8% núna og þá hækkaði smjörið um 1,2% og kostar tonnið af því nú 4.495 dollara. Verðstuðull heimsmarkaðsverðsins er eftir þessa litlu hækkun kominn í 1.014 stig, sem er svipað gengi og var í júní í fyrra. Til þess að fræðast nánar um uppboðið má smella hér/SS