Beint í efni

Gäsene stækkar við sig!

18.08.2011

Þó svo að Gäsene afurðastöðin sé ein af minnstu afurðastöðvum Svíþjóðar, með 18,5 milljón lítra innvigtun á mjólk, þá er sóknarhugur meðal forsvarsmanna félagsins. Eftir að hafa þurft að draga úr innvigtun mjólkur frá félagsmönnum sínum á síðasta ári, hefur dæmið nú algerlega snúist við og er ráðgert að taka við 8-10% meiri mjólk í ár og að auka úrvinnslu mjólkur um 10% til viðbótar á komandi árum. Ástæðan liggur í markaðssetningu á ostum. Nú er verið að byggja við húsnæði þess svo stækka megi ostalagerinn og í framhaldi þess er ráðgert að taka við auknu magni mjólkur.
 
Þessi afurðastöð er framleiðendasamvinnufélag kúabænda með 31 innleggjanda á mjólk og hefur starfað í 80 ár eða frá árinu 1931. Afurðastöðin vinnur eingöngu osta og markaðssetur ostana sem héraðstengda vöru, en Gäsene afurðastöðin er í bænum Ljung í Suð-Vestur Svíþjóð/SS.
 
Nánar má fræðast um Gäsene á heimasíðu félagsins með því að smella hér.