Beint í efni

Garðsbúið með opið hús á laugardag kl. 14-16.30

23.03.2011

Í tilefni af aðalfundi og 25 ára afmæli Landssambands kúabænda verður Garðsbúið í Eyjafjarðarsveit með opið hús á laugardaginn 26. mars milli kl. 14 og 16.30 fyrir gesti og gangandi. Í Garði er rekið kúabú með um 100 mjólkurkúm, auk nautakjötsframleiðslu. Nýtt fjós var tekið í notkun árið 2007, það er með legubásum fyrir á annað hundrað kýr, aðstöðu fyrir uppeldisgripi, tveimur Lely mjaltaþjónum og fullkomnu fóðurkerfi.  Þá er stunduð umtalsverð kornrækt á búinu auk þess sem það rekur umfangsmikla verktakastarfsemi í landbúnaði. Garður er austan megin í Eyjafjarðarsveit, um 10 km akstur frá Akureyri.

 

Ábúendur í Garði, f.v. Ásdís, Aðalsteinn, Garðar og Inga