Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Garðsbúið með opið hús á laugardag kl. 14-16.30

23.03.2011

Í tilefni af aðalfundi og 25 ára afmæli Landssambands kúabænda verður Garðsbúið í Eyjafjarðarsveit með opið hús á laugardaginn 26. mars milli kl. 14 og 16.30 fyrir gesti og gangandi. Í Garði er rekið kúabú með um 100 mjólkurkúm, auk nautakjötsframleiðslu. Nýtt fjós var tekið í notkun árið 2007, það er með legubásum fyrir á annað hundrað kýr, aðstöðu fyrir uppeldisgripi, tveimur Lely mjaltaþjónum og fullkomnu fóðurkerfi.  Þá er stunduð umtalsverð kornrækt á búinu auk þess sem það rekur umfangsmikla verktakastarfsemi í landbúnaði. Garður er austan megin í Eyjafjarðarsveit, um 10 km akstur frá Akureyri.

 

Ábúendur í Garði, f.v. Ásdís, Aðalsteinn, Garðar og Inga