
Gæði ungneyta tekur stökk uppávið
16.06.2020
Slátrun UN gripa fyrstu 5 mánuði ársins 2020* hefur verið merkilega jöfn fyrri árum. Frá því að EUROP kerfið var tekið upp er nú hægt að bera saman fyrstu 5 mánuði ársins þrjú ár aftur í tímann.
Árið 2018 var 4.488 UN gripum slátrað fyrstu 5 mánuðina, samanborið við 4.961 UN grip fyrstu 5 mánuði ársins 2019. Í ár var 4.508 UN gripum slátrað fyrstu 5 mánuðina. Þetta er rúmlega 9% minnkun frá því í fyrra en tæpu hálfu prósenti betri árangur en 2018. Í ljósi COVID-19 verður þetta að teljast nokkuð góður árangur.
Þegar litið er niður á mánuði sést að 2019 virðist einfaldlega hafa verið betra ár þegar kemur að slátrun UN gripa, þar sem janúar og febrúar það árið var rúmlega 2.100 gripum slátrað samanborið við rúmlega 1.800 gripi yfir sama tímabil 2020. Það var því farið að hægja á UN slátrun áður en COVID-19 kom til. Meðalþyngd UN gripa jókst hinsvegar úr 245,4 kílóum fyrstu 5 mánuði ársins 2019 í 247,4 kíló fyrstu 5 mánuði ársins 2020*.
Þegar litið er til EUROP-matsins hafa gæðin verið að aukast. Á myndinni hér að neðan eru allir UN gripir á þriggja ára tímabili teknir saman og glögglega má sjá færslu línunnar til hægri, sem merkir aukið vægi á hærri flokkum EUROP.
Þannig má segja að gæði UN nautgripakjöts á Íslandi séu að aukast og það verða að teljast verulega jákvæðar fréttir á tímum aukins innflutnings.
* Tölur frá því í maí eru enn bráðabirgða tölur og gæti breyst eitthvað. Stóra myndin ætti þó ekki að raskast að neinu ráði.