Beint í efni

Gæði íslenskrar mjólkur betri og betri !

10.11.2003

Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins hefur frumutala mjólkur þróast vel þetta árið og var t.a.m. lægri nú í október en verið hefur undanfarin 3 ár. Skýringuna er m.a. að finna í hertum kröfum til mjólkurgæða, en þó ber jafnframt að líta til þess að allt frá því í febrúar hefur frumutalan verið lægri en þrjú fyrri ár. Mjög áhugavert verður að fylgjast með því hvernig árið kemur út í heild, sérstaklega í samanburði við nágrannalöndin.