Beint í efni

Gæðastjóri MS á Akureyri til Bústólpa

08.06.2015

Hanna Dögg Maronsdóttir, Gæðastjóri MS á Akureyri, hefur verið ráðin í starf Sölu- og markaðsstjóra hjá Bústólpa á Akureyri og mun hún taka til starfa í lok sumars. Hanna Dögg er menntuð sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og hefur unnið við sölu og markaðsstörf, fyrst sem Sölustjóri hjá Norðurmjólk og síðar hjá MS á Akureyri. Síðastliðin þrjú ár hefur Hanna Dögg gengt starfi Gæðastjóra hjá MS á Akureyri.

 

Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í stasrfsemi Bústólpa og er ráðningin liður í styrkingu félagsins til enn frekari sóknar segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Auk þess að gegna starfi Sölu- og markaðsstjóra mun Hanna Dögg einnig sinna starfi aðstoðarframkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu og vera staðgengill framkvæmdastjóra í fjærveru hans/SS-fréttatilkynning.