Fyrstu mælingar á grasþroska komnar
09.06.2006
Fyrstu mælingar sumarsins á þroska túngrasanna eru komnar á vef BÍ. Eins og við er að búast er orkugildi ennþá í hæstu hæðum, sérstaklega á nýjum túnum. Eldri tún liggja aðeins neðar.
Veðurspá næstu daga er mjög hagstæð og síðustu daga hafa skilyrði einnig verið mjög góð. Líklegt má telja að huga megi að slætti á eldri spildunum um eða upp úr þjóðhátíð.