Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fyrstu kálfarnir af nýjum stofni væntanlegir í vor

22.06.2017

Fósturvísar af Aberdeen-Angus holdanautgripum frá Noregi voru teknir í maí  sl. og stefnt er á að þeir verði settir upp í íslenskar kýr í nýju einangrunarstöð Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands á Stóra-Ármóti í Flóa í september nk. Gangi það eftir koma fyrstu kálfarnir í heiminn vorið 2018. Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins í dag.

Upphaflega var gert ráð fyrir að fluttir yrðu inn 40 fósturvísar fyrir 16–20 kýr en alls náðust 55 fósturvísar frá tveimur búum í Noregi í maí. Fósturvísarnir eru undan þremur nautum og sjö kvígum; kvígurnar eru undan fjórum nautum.

Miklar heilbrigðiskröfur
Fósturvísarnir eru nú í sóttkví og þurfa minnst 60 dagar að líða frá því að fósturvísarnir eru teknir, þangað til þeir eru settir upp í fósturmæður, samkvæmt heilbrigðiskröfum.
„Venjuleg heilbrigðisvottorð, fyrir t.d. sæði, gera ráð fyrir mánaðarbið en þar sem heilbrigðiskröfur innflutningsins eru gríðarlega miklar þá eru allir tímafrestir tvöfaldaðir,“ segir Baldur Helgi Benjamínsson  búfjárerfðafræðingur. Á meðan verður grannt fylgst með gripunum og litið er eftir minnstu sjúkdómseinkennum.
„Ef eitthvað kemur upp á meðan á þessu tímabili stendur verða fósturvísarnir ekki notaðir. Varúðarráðstafanirnar snúast allar um að fyrirbyggja eins og mögulegt er að þessu fylgi nokkur einasta áhætta varðandi sjúkdóma í íslensku búfé,“ segir Baldur Helgi.
Næsta skref er að Nautgripa­ræktarmiðstöð Íslands (NautÍs) sækir formlega um heimild til MAST til innflutningsins en fyrir liggja meðmæli Fagráðs í nautgriparækt fyrir innflutningnum.
Samkvæmt reglugerð um innflutning erfðaefnis holda­nauta og kröfur um útbúnað einangrunarstöðva nr. 850/2015, með síðari breytingum, er einungis heimilt að flytja inn erfðaefni frá Noregi. Sú skipan byggist alfarið á þeirri staðreynd að heilsufar nautgripa í Noregi er með því besta sem þekkist í heiminum.