Beint í efni

Fyrstu haustfundir Landssambands kúabænda

10.10.2007

Árleg haustfundaferð LK stendur nú fyrir dyrum. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Þingborg í Flóa mánudaginn 22. október kl. 20.30. Daginn eftir, þriðjudaginn 23. október er fundur að Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 13.30 og Geirlandi í V-Skaftafellssýslu kl. 20.30. Miðvikudaginn 24. október  verður fundur á Seljavöllum í A-Skaftafellssýslu kl. 13. og í Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 20.30.

 

Á fundunum er farið yfir stöðu helstu mála sem Landssamband kúabænda er að vinna að, nánari dagskrá verður auglýst síðar.