Beint í efni

Fyrstu greiðslur spretthóps greiddar út

19.09.2022

Samkvæmt tillögum spretthóps sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti á laggirnar vegna alvarlegrar stöðu landbúnaðar voru fyrstu greiðslur greiddar í síðustu viku. Greitt var álag á gæðastýringu í sauðfjárrækt ásamt álagi á framlög til geitfjárræktar, samtals 894,5 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að gripagreiðslur í nautgriparækt verði greiddar í næstu viku, samtals 235 milljónir.

Spretthópurinn lagði m.a. til að greitt yrði álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum sem og sérstakar greiðslur til stuðnings svína-, alifugla- og eggjaframleiðslu, samtals 2.460 milljónir króna

Áætlað er að aðrar álagsgreiðslur verði greiddar samkvæmt eftirfarandi tímaáætlun.

September 2022
20% álag á gripagreiðslur, holdakýr – 36 milljónir, greitt 21. september
12 % álag á gripagreiðslur – mjólkurkýr – 199 milljónir, greitt 21. september
Aðlögun að lífrænni framleiðslu í garðyrkju – 5 milljónir

Október 2022
65% álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur – 517 milljónir
65% álag vegna útiræktaðs grænmetis – 34 milljónir

Nóvember 2022
75% álag á nautakjötsframleiðslu, önnur álagsgreiðsla vegna framleiðslu júlí-september – 41 milljón

Febrúar 2023
25% álag á beingreiðslur c í garðyrkju – 101 milljón
75% álag á nautakjötsframleiðslu, þriðja álagsgreiðsla vegna framleiðslu október-desember – 41 milljón
Uppgjör álags á gæðastýringu fer jafnframt fram í febrúar samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Spretthópurinn lagði einnig til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum. Ráðuneytið vinnur að undirbúningi umsóknarferils vegna framangreindra stuðningsgreiðslna sem áætlað er að fari fram snemma árs 2023.