Beint í efni

Fyrsti tilraunaglasaborgarinn brátt klár

01.03.2012

Á síðasta ári var greint frá því að innan tveggja ára myndi fyrsti gerviborgarinn verða tilbúinn og nú hafa vísindamenn við hollenska háskólann í Maastricht gefið út að borgarinn verði tilbúinn til átu í október næstkomandi! „Kjötið“ er framleitt í tilraunaglösum með stofnfrumum frá nautgripum og framleiða frumurnar einskonar próteinstrimla sem er svo safnað saman.

 

Alls áætla vísindamennirnir að í einn borgara þurfi um 3.000 próteinstrimla en þeir kosta þó sitt, áætlaður framleiðslukostnaður við einn borgara er nú um 20 milljónir íslenskra króna. Ástæðulaust er því fyrir kúabændur að hafa verulegar áhyggjur af samkeppni úr þessari átt í bráð amk./SS.