Beint í efni

Fyrsti stjórnarfundur LK á nýju starfsári 18. apríl

17.04.2012

Fyrsti fundur stjórnar Landssambands kúabænda á nýju starfsári verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 18. apríl. Fyrir fundinum liggur að kjósa varaformann og ritara stjórnar, auk tilnefninga í nefndir og ráð. Þá verður farið yfir úrvinnslu og eftirfylgni ályktana síðasta aðalfundar, útflutningsmál mjólkurafurða, ásamt tíma- og staðsetningu næsta aðalfundar samtakanna, auk fleiri mála./BHB

 

Stjórn og framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Frá vinstri: Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Trausti Þórisson, Hofsá, Jóhann Gísli Jóhannsson, Breiðavaði, Jóhann Nikulásson, Stóru-Hildisey 2 og Sigurður Loftsson, formaður, Steinsholti