Beint í efni

Fyrsti sjálfvirki fóðursóparinn hér á landi

14.01.2016

Í vikunni var fyrsti sjálfvirki fóðursóparinn tekinn í notkun hér á landi en um er að ræða tækið Juno frá Lely í Hollandi, sem VB landbúnaður flutti hingað til lands. Juno var settur upp í fjósinu á Móeiðarhvoli þar sem hann mun sinna því verki að ýta fóðrinu að kúnum allan sólarhringinn. Kerfið virkar þannig að Juno keyrir sjálfvirkt eftir fóðurganginum og ýtir fóðrinu að kúnum og eftir að verkinu er lokið keyrir fóðursóparinn í hleðslustöð og býr sig undir næstu ferð.

 

Tæknin sem býr að baki Juno er vel þekkt og byggir á áralangri reynslu Lely með sköfuróbótann Discovery, en margir slíkir sköfuróbótar keyra um fjósgólf víða um land í dag. Myndin sem fylgir þessari frétt er af Juno í fjósinu að Móeiðarhvoli/SS.