Beint í efni

Fyrsti haustfundurinn í Þingborg í kvöld

13.10.2008

Landssamband kúabænda minnir á fyrsta haustfund sambandsins í Þingborg í kvöld kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins er Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra landbúnaðarmála.

Meginefni fundarins er staða verðlagsmála og afkoma kúabænda, í bráð og lengd. Framsögu á fundinum hefur Þórólfur Sveinsson, formaður LK. Minnt er á að þeir sem sækja fundinn fá greiddan akstursstyrk, allt að 50 kr á ekinn km. Kúabændur eru eindregið hvattir til að mæta!