Beint í efni

Fyrsti haustfundur Nautgripabænda BÍ – 10. nóvember

10.11.2022

Haldnir verða þrír rafrænir haustfundir Nautgripabænda BÍ þetta árið. Fundirnir fara fram í gegnum Teams og verða opnir öllum. 

 

Fyrsti fundurinn verður haldinn þann 10. nóvember 2022, kl. 13:00.

Á dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

  • Framleiðsla og sala mjólkur
  • Staða erfðamengisúrvalsins
  • Merkingarmál nautgripa
  • Viðskipti með greiðslumark / Vannýtt greiðslumark
  • Störf verðlagsnefndar og verðlagsgrundvöllurinn

Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL mun einnig mæta á fundinn sem gestur og fara yfir störf samtakanna.

  

Áætlað er að annar og þriðji fundur Nautgripabænda BÍ verði haldnir í byrjun desember. Á öðrum þeirra verður farið yfir niðurstöður skoðanakönnunar og búvörusamninga en á hinum verður farið yfir málefni nautakjötsframleiðslunnar og búvörusamninga.

  

Á fundunum munu formaður Nautgripabænda, Herdís Magna Gunnarsdóttir og Guðrún Björg, sérfræðingur fara yfir helstu málefni en að því loknu verður góður tími gefin í umræður og spurningar. Hvetjum við bændur til að fjölmenna á fundina og láta raddir sína heyrast. 

   

Hlekk á fyrsta fundinn má finna hér