Fyrsti haustfundur LK í Sveinbjarnargerði fimmtudaginn 15. október
08.10.2009
Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda verður haldinn í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði fimmtudaginn 15. október kl. 13.15. Frummælendur á fundinum verða Sigurður Loftsson, formaður og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri. Verður fundurinn sameiginlegur fyrir Félag þingeyskra kúabænda og Búgreinaráð BSE í nautgriparækt.
Á fundinum verður farið yfir markaðsmál mjólkur og nautakjöts, umsókn Íslands um aðild að ESB, tillögur að breytingum á reglum um flokkun mjólkur, breytingu á tilhögun C-greiðslna, tillögur að lausnum á skuldamálum kúabænda, verðþróun lykilaðfanga og ýmis önnur atriði er varða starfsumhverfi greinarinnar. Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!
Aðrir haustfundir LK verða nánar auglýstir síðar.