Fyrsti haustfundur LK í kvöld!
13.10.2011
Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda 2011 verður haldinn í kvöld í Þingborg í Flóa kl. 20.30. Á fundinum verður stefnumörkun Landssambands kúabænda til 2021 kynnt í fyrsta sinn. Stefnumörkunin lýsir framtíðarsýn búgreinarinnar til næstu 10 ára, auk þess sem hún útlistar með hvaða hætti LK hyggst starfa á næstu árum til hagsbóta fyrir íslenska nautgriparækt.
Auk stefnumörkunarinnar verða til umfjöllunar á fundunum framleiðslu-, sölu- og afkomumál, framkvæmd mjólkursamnings, staða lánamála bænda, greiðslumark mjólkur og kvótamarkaður, breytingar á laga- og regluumhverfi greinarinnar og staða umsóknar Íslands að ESB.
Næstu haustfundir verða sem hér segir:
Mánudaginn 17. október: Hótel Hvolsvöllur kl. 12 og Hótel Geirland kl. 20.30.
Þriðjudaginn 18. október: Seljavellir A-Skaft. kl. 12 og Gistihúsið Egilsstöðum kl. 20.30.
Miðvikudaginn 19. október: Breiðamýri S-Þing. kl. 12. og Hótel KEA kl. 20.30.
Fimmtudaginn 20. október: Mælifell Sauðárkróki kl. 12 og Blönduós kl. 20.30 (nánari staðsetning auglýst síðar).
Föstudaginn 21. október: Hótel Hamar Borgarnesi kl. 12.
Mánudaginn 24. október: Ásbyrgi V-Hún. kl. 12 og MS Búðardal kl. 20.30.
Miðvikudaginn 26. október: Friðarsetur Holti í Önundarfirði kl. 12 og Kaffi Kjós kl. 20.30./SS