Beint í efni

Fyrsti haustfundur LK á Hvanneyri í kvöld kl. 20.30

18.10.2012

Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri í kvöld kl. 20.30. Á fundinum fara forsvarsmenn Landssambands kúabænda yfir málefni nautgriparæktarinnar, framlengingu mjólkursamnings, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkurafurða, stöðu og afkomu nautakjötsframleiðslunnar, greiðslumarksviðskipti, leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti, veffræðslu LK og fleiri mál. Á fundinn mætir einnig Auður Lilja Arnþórsdóttir, sóttvarnadýralæknir á Matvælastofnun og fer yfir stöðuna varðandi smitandi barkabólgu í nautgripum. Kúabændur og aðrir áhugamenn um málefni greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna!