Beint í efni

Fyrsti haustfundur LK á Hvanneyri 18. október

03.10.2012

Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda verður haldinn á Hvanneyri fimmtudaginn 18. október kl. 20.30. Á fundinum verður farið yfir málefni nautgriparæktarinnar, framlengingu mjólkursamnings, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkurafurða, stöðu og afkomu nautakjötsframleiðslunnar, greiðslumarksviðskipti, leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti, veffræðslu LK og fleiri mál. Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er boðið á fundinn, sem verður haldinn í matsal Landbúnaðarháskólans í Ásgarði.

Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna! /BHB